Óskasteinn
Óskasteinn Varasalvar með jurtum 15mL
Óskasteinn Varasalvar með jurtum 15mL
Lítið til á lager
Couldn't load pickup availability
Varasalvarnir frá Óskasteini eru lífrænir og handgerðir úr jurtaolíum. Þeir innihalda jurtaextrökt sem styðja við heilbrigði húðar, og næra og græða varirnar.
Varaheilun (Lip Ward)
Varaheilun inniheldur extrökt af morgunfrú og læknastokksrós. Hann er sérstaklega hannaður til að græða og er einkar góður ef varirnar eiga það til að springa.
Varaharpa (Lip Harp)
Varaharpa inniheldur extrökt af kamillu og höfrum. Samsetning varasalvans er sérstaklega hönnuð til að róa húðina og viðhalda eðlilegu rakastigi. Einnig er hann góður til að viðhalda mýkt og teygjanleika húðarinnar.
Varasalvarnir eru gerðir úr fjölbreyttum olíum úr jurtaríkinu. Þeir eru því í raun „lifandi“ vara (ólíkt varasölvum sem framleiddir eru úr jarðolíu). Varasalvarnir undir merkinu Óskasteinn innihalda fjölda andoxandi og bólgueyðandi efna. Varasalvarnir smjúga djúpt inn í viðkvæmu húð varanna og hjálpar til með endurnýjun hennar.
Umbúðirnar eru 15 mL og úr málmi með skrúfanlegu loki. Pakkningarnar eru endurnýtanlegar eða 100% endurvinnanlegar.
Framleitt á Íslandi.
Innihaldslýsing
Innihaldslýsing
Græðandi varasalvi: Sheasmjör*, candelilla vax, ólífuolía*, kókosolía*, jójóbaolía*, kakósmjör*, laxerolía*, morgunfrúarextrakt*, læknastokksrósarextrakt*.
Nærandi varasalvi: Sheasmjör*, candelilla vax, ólífuolía*, kókosolía*, jójóbaolía*, kakósmjör*, laxerolía*, kamilluextrakt*, hafraextrakt*.
*Lífrænt
Deila
Tags: Vegan
