Flutningsupplýsingar
Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Pöntun er send með Íslandspósti. Sendingartími með Íslandspósti er einn til fjórir virkir dagar. Við áskilum okkur jafnframt réttinn til að keyra pantanirnar út sjálf upp að dyrum viðskiptavina innan sama tímaramma.
Hvar er pöntunin mín?
Þegar þú pantar færðu staðfestingartölvupóst frá okkur og svo færðu annan tölvupóst þegar sendingin er farin af stað með Íslandspósti. Eftir að pakkinn er farinn frá okkur geturðu fylgst með stöðu sendingar á postur.is
Hver er sendingarkostnaðurinn?
Flutningskostnaður með Íslandspósti af sendingu á pósthús eða póstbox er 1.290 kr og 1.450 kr ef pakkinn er sendur heim, þar sem Íslandspóstur býður upp á slíka þjónustu. Afhendingar, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um dreifingu og afhendingu sendinga frá okkur.
Viðskiptavinur fær ókeypis sendingu innanlands í næsta póstbox ef hann kaupir fyrir 15.000 kr eða meira.
Afhending vöru
Allar pantanir eru sendar með pósti að næsta póstboxi nema það sé samið um annað. Sendingakosnaður er samkvæmt gjaldskrá Gamla Læknahússins. Sendingarkostnaðurinn er greiddur við greiðslu á pöntun. Gamla Læknahúsið ber ekki ábyrgð á týndum sendingum eða tjónum sem kann að verða á vörum í flutningi. Eftir að vara er send út frá Gamla Læknahúsinu er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu því tjóni sem kann að verða. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti.
Skilafrestur
Neytandi hefur 30 daga skilafrest frá því að varan er send frá okkur að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi og í óuppteknum umbúðum. Við þær aðstæður fæst þá inneignarnóta eða önnur vara tekin út í staðinn. Kaupandinn greiðir fyrir þann kostnað sem felst í því að senda vöruna til okkar. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi. Ef sá hinn sami kaupir gallaða vöru í netverslun Gamla Læknahússins er boðið upp á nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Hægt er að hafa samband við okkur á gamlalaeknahusid@gmail.com til að hefja ferlið.