Skilmálar

Kaupskilmáli
Stefnan hjá Gamla Læknahúsinu er að koma til móts við alla viðskiptavini. Ef viðskiptavinur er ekki fullkomlega ánægður með vöru eða þjónustu sem hefur verið versluð, munum við með öllu móti reyna bæta úr því. Við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar viðskiptavini og viljum sýna það í verki að okkur er annt um alla viðskiptavini.

Afgreiðslufrestur
Við kappkostum það að koma vörunni eins fljótt og hægt er til viðskiptavina okkar. Hins vegar getur verið að í einstaka tilfellum sé vara ekki til á lager, þá munum við hafa samband eins fljótt og auðið er og benda viðskiptavinum okkar á aðrar vörur í staðinn. Viðskiptavinum okkar býðst þá einnig upp á að hætta við pöntunina í heild sinni og fá hana að fullu endurgreidda. Að öllu jöfnu reynum við að koma pöntun þinni út innan sólahrings frá því að hún er greidd að fullu. Engin pöntun er send út fyrr en hún er að fullu greidd.

Öryggi
Það er 100% öruggt að versla hjá gamlalaeknahusinu.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Straums.

Persónuvernd
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

Verð á vörum 
Öll verð eru birt með VSK.

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Gamla Læknahúsið áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, s.s vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum netverslunar er að ræða.

Nákvæmni upplýsinga
Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í netverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um litamun eða minniháttar umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar með vörum birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og minniháttar uppfærslutafir.

Fyrirtækjaupplýsingar
Gamla Læknahúsið
370 Búðardalur
Sími: 616-2881
Netfang: gamlalaeknahusid@gmail.com
VSK nr: 88044


Póstlisti

✦ Með skráningu á póstlistann munum við vista upplýsingar um nafn og netfang.

✦ Upplýsingarnar verða einungis nýttar í þeim tilgangi að senda þér tilboð ásamt fréttum um nýjar vörur og þjónustu.

✦ Upplýsingarnar eru vistaðar á meðan skráning á póstlistann er virk en ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum og þá mun öllum persónugreinanlegum upplýsingum verða eytt.

✦ Ég samþykki að fá sendar fróðlegar upplýsingar frá Gamla Læknahúsinu.